Vörur

Marine Bioactive
Regenerating
Næturkrem

Kröftugt næturkrem sem inniheldur mikið af lífvirkum efnum sem næra húðina á nóttunni, hjálpar við að byggja upp húðina og koma í veg fyrir og draga úr fínum línum og hrukkum. Næturkremið inniheldur mikið magn andoxunarefna úr sjávarþörungum og annarra lífvirkra efna sem magna upp áhrif kremsins. Virkni þeirra er mun öflugri en í öðrum þekktum andoxunarefnum eins og C-vítamíni, E-vítamíni og grænu tei.

Fjölfenól í þanginu gefa andoxunarvirknina, þau vinna gegn frjálsum hvarfeindum sem eru skaðlegar húðinni, auk þess sem að lífvirku sykrurnar í þörungunum binda raka einstaklega vel og hafa jákvæð áhrif á húðina. Steinefni eru mikilvæg húðinni og amínósýrur eru byggingarefni húðarinnar, en öll þessi efni eru í UNA extraktinu.

Kremin okkar eru í einstökum loftheldum umbúðum með pumpu ykkur til hagræðis og til að vernda dýrmætu og virku innihaldsefnin í þeim.

Sérstaða og kostir UNA húðvaranna:

 • Íslensk framleiðsla
 • Hátt hlutfall lífvirkra efna
 • Engin paraben rotvarnarefni
 • Engin litarefni
 • Engin ilmefni
 • Ekki prófuð á dýrum
 • Sérvalin innihaldsefni

Kremin henta jafnt dömum sem herrum.

Stærð: 30ml

Virkni

Fucus vesiculosus: Inniheldur mikið af lífvirkum innihaldsefnum eins og florótannín andoxunarefnum sem vinna gegn frjálsum hvarfeindum. Einnig innheldur þörungurinn mikið af lífvirkum fjölsykrum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Þessi efni berjast gegn hvarfeindum og húðöldrun, draga úr bólgum og roða, auk þess að bæta teygjanleika húðarinnar og veita henni raka.

Blaðliljusaft (Aloe vera juice): Hjálpar húðinni við að ná raka á eðlilegan hátt, nærir, græðir og mýkir húð sem er undir álagi.

Kókosolía: Margir halda því fram að kókosolía sé besta olían sem hægt er að nota á húð. Í henni er mikið af gagnlegum fitusýrum og andoxandi E-vítamíni, auk þess sem hún er rakagefandi og mýkir húðina.

Palmítóýl Þrípeptíð-5: Lítið peptíð sem örvar kollagensmíði sem byggir upp húðina og veitir henni stuðning.  Samkvæmt klínískum rannsóknum þá dregur efnið úr hrukkum.

Palmítóýl ólígópeptíð og palmítóýl tetrapeptíð-7: Tvö kröftug lítil peptíð sem virkja ákveðna erfðavísa sem eiga þátt í endurnýjun millifrumuefna og fjölgun húðfruma. Klínískar rannsóknir sýna að peptíðin draga úr hrukkum og bæta yfirbragð og teygjanleika húðarinnar.

Natrium Hýalúrónate: Einnig þekkt sem hýalúrónsýra, er náttúrulegt efni í húðinni sem minnkar með aldri. Hýalúrónsýra er afburða rakagjafi sem getur bundist þúsund sinnum eigin þyngd í vatni og það gerir hana að einum besta rakagjafa sem völ er á. Hýalúrónsýra getur líka stuðlað að myndun og viðhaldi kollagens sem er eitt mikilvægasta efni húðarinnar.

Nikóntínsýra (B3-vítamín): Fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og á stóran hlut í stjórnun mikilvægra co-ensíma í húðinni. Klínískar rannsóknar hafa sýnt fram á margvísleg jákvæð áhrif B3-vítamíns í húðinni, t.d. minnkun á fínum línum og hrukkum, mislitum húðblettum og rauðum flekkum, auk þess sem hún bætir teygjanleika húðarinnar.

Jurtaglýserín (Vegetable glycerin): Framúrskarandi rakaefni sem laðar raka að húðinni og heldur henni nærðri og rakri.

Innihald

Aloe barbadensis Leaf Juice (Blaðliljusaft)*, Cocos Nucifera Oil (Kókosolía)*, Vatn, Fucus vesiculosus extrakt, Natrium Hýalúrónate, Vegetable glycerin (Jurtaglýserín)*, Cetearyl alcohol, Stearic acid, Niacinamide (B3-vítamín), Polysorbate 60, Palmítóýl ólígópeptíð, Palmítóýl tetrapeptíð-7, Palmítóýl Þrípeptíð-5:, Xanthan Gum, Hydroxyethylcellulose, Carbomer, Polysorbate 20, Butylene glycol, Phenoxyethanol, Tetrasodium edta, Citric Acid

*Organic ingredient

Notkun

 • Við fyrstu notkun þarf að þrýsta nokkrum sinnum á stútinn til að fá kremið upp í gegnum skammtarann þar sem að umbúðir eru lofþéttar.

  Ath. Ekki á að taka gúmmí tappann úr.

 • Notið fingurgómana til að bera kremið á með því að strjúka létt yfir hreina húðina. Kremið hentar öllum húðgerðum.