Vörur

Marine Bioactive
Ultra rich
Augnkrem

Öflugt augnkrem sem er sérhannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur m.a. lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum (Fucus vesiculosus) ásamt öðrum mjög öflugum og virkum sérvöldum innihaldsefnum.

Húðin í kringum augun er afar þunn og þynnist með aldrinum og er því eitt viðkvæmasta húðsvæðið. Með aldrinum og með ytra áreiti s.s. sólargeislum og mengun þá veikist byggingarefni húðarinnar og það dregur úr framleiðslu mikilvægra efna sem veldur að húðin verður slappari og fínar línur og hrukkur fara að myndast. Einnig getur með tímanum dregið úr blóðflæði í æðum í kringum augun og þær stíflast, sem getur valdið frekari skemmdum á byggingarefnum húðarinnar.

Samdráttur á flæði súrefnis um húðfrumurnar auk álags af völdum oxunar og bólguhvetjandi efna til viðbótar við aukna virkni ákveðinna ensíma brýtur niður mikilvæg byggingarefni húðfrumanna. Niðurstaðan er að húðin slaknar verulega í kringum augun og dekkist, fínar línur og hrukkur myndast og  svæðið í kringum augun þrútnar í sumum tilvikum.

Fjölfenól í þanginu gefa andoxunarvirknina, þau vinna gegn frjálsum hvarfeindum sem eru skaðlegar húðinni, auk þess sem að lífvirku sykrurnar í þörungunum binda raka einstaklega vel og hafa jákvæð áhrif á húðina. Steinefni eru mikilvæg húðinni og amínósýrur eru byggingarefni húðarinnar, en öll þessi efni eru í UNA extraktinu.

Kremið er pakkað í loftþéttar umbúðir með pumpu. Hentar öllum húðgerðum og undir farða. Sérstaða og kostir UNA húðvaranna:

  • Íslensk framleiðsla
  • Hátt hlutfall lífvirkra efna
  • Engin paraben rotvarnarefni
  • Engin litarefni
  • Engin ilmefni
  • Ekki prófuð á dýrum
  • Sérvalin innihaldsefni

Kremin henta jafnt dömum sem herrum.

Stærð: 15ml

Virkni

Fucus vesiculosus extract (Lífvirk efni úr þörungum): Inniheldur mikið af lífvirkum innihaldsefnum eins og florótannín andoxunarefnum sem vinna gegn frjálsum hvarfeindum. Einnig innheldur þörungurinn mikið af lífvirkum fjölsykrum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Þessi efni berjast gegn hvarfeindum og húðöldrun, draga úr bólgum og roða, auk þess að bæta teygjanleika húðarinnar og veita henni raka. Extraktið er framleitt af Marinox með háþróaðri aðferð úr sérvöldum handtíndum íslenskum þörungum.

Nýlegar rannsóknir á extröktunum sem notuð eru í UNA skincare hafa sýnt frammúrskarandi andoxunarvirkni í frumum ásamt því að virku innihaldsefnin hindra ensím (metallopróteasa) sem finnast í húðinni sem valda niðurbroti á kollageni og elastíni í húðinni sem veldur hrukkumyndun og húðsigi. Rannsóknir á frumum hafa einnig sýnt fram á að virku efnin draga verulega úr bólgumyndun með því að hindra framleiðslu ákveðinna bólguhvata í frumum og auka framleiðslu á bólguhemjandi efnum.

Palmitoyl Tripeptide-38: Þetta peptíð er eitt öflugasta sinnar tegundar til að koma í veg fyrir og draga úr hrukkum á augnsvæðinu. Rannsóknir staðfesta að peptíðið hvetur verulega til framleiðslu á sex mikilvægum byggingarefnum húðarinnar, kollagen týpu I, III og IV, fibronectin, laminin 5 og hýalúrónic sýru. Niðurstaðan, staðfest af klínískum rannsóknum, er að peptíðið dregur marktækt úr hrukkum og sléttir húðina í kringum augun.

Hydrolyzed Rice Protein, Glycine Soja Protein, Superoxide Dismutase: Þessi efni, próteinin og ensímið superoxide dismutase (SOD), eru sérblönduð til að vinna saman við að ná framúrskarandi áhrifum á húðina í kringum augun. Rannsóknir með þessa efnasamsetningar sýna fram á mikla hindrun á frjálsum hvarfeindum sem myndast við áreiti af útfjólubláum geislum, auk þess sem efnin hvetja verulega til myndunar s.k. fibroblast húðfruma sem sem framleiða mikilvægustu byggingarefni húðarinnar, m.a. kollagen. Efnin auka einnig blóðflæði í háræðum og sýna klínískar rannsóknir að þau draga verulega úr dökkum og þrútnum svæðum sem eiga það til að myndast í kringum augun, auk þess að bæta áferð húðarinnar.

Squalane: Fituefni sem er unnið úr ólífum og er náttúrulega til staðar í húð okkar. Mest er af squalane í húð okkar frá 20-30 ára aldri, en fer síðan ört lækkandi með aldrinum. Dagleg notkun á squalane í kremum getur hjálpað við að viðhalda ungri húð. Að auki er efnið þekkt fyrir að vinna gegn neikvæðum áhrifum útfjólublárra sólargeisla, það dregur úr „age spots“ eða svo kölluðum öldrunarblettum og er örveruhemjandi.

Hyaluronic Acid (Hýalúrónsýra): Náttúrulegt efni í húðinni sem minnkar með aldri. Hýalúrónsýra er afburða rakagjafi sem getur bundist þúsund sinnum eigin þyngd í vatni og það gerir hana að einum besta rakagjafa sem völ er á. Hýalúrónsýra getur líka stuðlað að myndun og viðhaldi kollagens sem er eitt mikilvægasta efni húðarinnar.

Tocopherol: Betur þekkt sem E-vítamín, er andoxunarefni með margþætta virkni. Í augnkreminu  vinnur E-vítamínið með hinum enn öflugri andoxunarefnum sem eru að finna í þörungaextraktinu til að draga úr myndun frjálsra hvarfeinda sem valda húðskemmdum á augnsvæðinu. E-vítamínið hefur mýkjandi áhrif á húðina og kemur í veg fyrir að húðin bæði tapi raka og náttúrulegum fituefnum. E-vítamínið kemur einnig í veg fyrir skemmdir af völdum útfjólublárra geisla í ysta lagi húðarinnar

Glycerin* (Jurtaglýserín): Framúrskarandi rakaefni sem laðar raka að húðinni og heldur henni nærðri og rakri. Jurtaglýserínið er lífrænt vottað.

Simmondsia Chinensis Seed Oil* (Jojoba olía):  Olían er unnin úr eyðimerkurplöntu sem framleiðir þessa undraolíu. Olían gerir húðina silkimjúka, hentar fólki með viðkvæma húð og er þekkt fyrir að vinna gegn ýmsum húðvandamálum, m.a. roðavandamálum s.s. exemi og psoriasis. Olían er lífrænt vottuð.

Olea Europaea Fruit Oil* (Ólífuolía): Olían er unnin úr ólífum af hæstu mögulegu gæðum. Olían er náttúrulega rík af A og E vítamínum ásamt hinu öfluga efni hydroxytyrosol, sem hefur mikla virkni gegn frjálsum hvarfeindum (free radicals) og hefur einnig bólguhemjandi virkni. Ólífuolían vinnur sig djúpt inn í húðina og veitir henni silkimjúka áferð og varnar því að húðin tapi raka. Olían er lífrænt vottuð.

Aloe Barbadensis Leaf Juice* (Blaðliljusaft): Hjálpar húðinni við að ná raka á eðlilegan hátt, nærir, græðir og mýkir húð sem er undir álagi. Blaðliljusafinn er lífrænt vottaður.

Innihald

Aloe barbadensis Leaf Juice (Blaðliljusaft)*, Olea europaea Fruit Oil (Ólífuolía)*, Vatn, Fucus vesiculosus extrakt, Simmondsia chinensis Seed Oil (Jojoba olía)*, Vegetable glycerin (Jurtaglýserín)*, Natrium Hýalúrónate, Cetearyl alcohol, Stearic acid, Polysorbate 60, Squalane, Palmitoyl Tripeptide-38, Hydrolyzed Rice Protein, Glycine Soja Protein, Superoxide Dismutase, Tocopherol, Xanthan Gum, Phenoxyethanol, Caprylyl glycol, Sorbic acid, Hydroxypropyl Cyclodextrin, Citric Acid

*Organic ingredient

Notkun

  • Þrýstið létt á pumpuna, setjið lítið magn af kreminu á fingurgóminn og berið létt á húðina.

  • Mælt er með að bera fyrst augnkremið á augnsvæðið og síðan önnur UNA andlitskrem á önnur svæði andlitsins eftir því sem við á. Hentar öllum húðgerðum, notist kvölds og morgna.