UNA skincare hlýtur ÚH styrkinn árið 2014

Útflutningsverkefnið ÚH er hafið 25. árið í röð.

Tíu manna hópur frá jafnmörgum fyrirtækjum var samþykktur inn í verkefnið og í lok apríl munu fyrirtækin kynna sínar áætlanir fyrir stýrihópi verkefnisins.

Árlega veita Íslandsstofa og FKA fyrirtæki styrk til setu á námskeiðinu og að þessu sinni hlaut Marinox ehf. – Una skincare styrkinn. Hér má sjá lista fyrirtækja og þátttakenda sem taka þátt í ár.