Umsagnir

Anna Ragnarsdóttir (36)

Ég hef allt frá unglingsaldri verði með vandræðahúð en eftir að kynnist UNA kremunum finnst mér ég vera komin með varanlega lausn. Ég hef alltaf fengið mikið af bólum, litabreytingar og ör í kjölfar þeirra, húðin mín er ójöfn og á það til að þorna upp. Ég hef leitað til húðsjúkdómalæknis reglulega árum saman sem hefur getað lagað málin tímabundið og þó að bólur fari, er það oft með miklu tilstandi.
Með UNA kremunum hefur húðin náð að jafna sig, nær nógu miklum raka og ég er alveg laus við að fá bólur.
Ef ég hætti að nota UNA, sést það mjög fljótlega á húðinni. Ég nota núna dag og næturkrem frá UNA og þarf ekkert annað. Ég er svo afskaplega þakklát fyrir þetta og óska ykkur áframhaldandi velgengni.

Sigrún Inga (39)

Kremið er himnasending! Bólgurnar í andlitinu minnkuðu strax við fyrstu notkun og sárin  gróa fljótt og vel. Gat ekki strokið þvottapoka yfir andlitið því ég fann svo til en nú er það ekkert mál. Hef lengi verið með erfiða húð þ.e. bólur og fitu og fátt hefur virkað á mína viðkvæmu og erfiðu húð. Hef prófað heilan helling af húðvörum í gegnum tíðina. Snyrtifræðingurinn minn er mjög hrifinn af línunni ykkar og mælti með henni við mig. Ég myndi mæla með þessu kremi fyrir ungar stúlkur líka, ætla að prófa þetta á dóttur minni 16 ára. Ég er mjög forvitin að prófa augnkremið frá ykkur.

Dagmar Halldórsdóttir (52) Augnkrem

Var að eignast augnkremið og er búin að nota það í 3 daga :) Vá! ég sé mun.
Ég vinn mikið um helgar og langar vaktir og vakna oft (eða alltaf) mjög þrútin. En eftir þessa helgi, sem var 13 tíma vakt, var svo mikill munur að ég er búin að segja vinkonu minni frá þessu sem vinnur mikið eins og ég. Ef árangurinn helst þá kaupi ég alla línuna frá ykkur :)
Svei mér þá, þá held ég að þið séuð bara búin að bjarga mér!

Angela (48) Næturkrem

Ég keypti kremið um borð Icelandair á leiðinni heim til Bandaríkjanna. Ég heillaðist af þanginu og hreinleika innihaldsefnanna. Ég er virkilega ánægð með næturkremið. Það er langbesta kremið sem ég hef notað. Ég hlakka til að sjá fleiri vörur frá ykkur og vil gjarnan vita hvenær ég get keypt UNA vörur í Bandaríkjunum.

 

Margrét Björk Jóhannsdóttir (45 ára) Dagkrem Næturkrem

UNA kremin eru mjög góð krem næturkremið uppfyllir rakaþörfina og dagkremið er mjög gott undir farða. Fínum línum í  húðinni hefur fækkað og húðin er mýkri.

Jóhanna Bergmann (49 ára) Dagkrem Næturkrem

Skammtarinn er hrein og tær snilld ég mun hiklaust mæla með þessu kremi við aðra. Mér finnst UNA kremin mjög græðandi og kremin virðast uppfylla rakaþörf húðar minnar að fullu.

Guðrún Grímsdóttir (48 ára) Dagkrem Næturkrem

Fínum línum í andliti hefur fækkað, húðin er stinnari og ég verð vör við meiri teygjanleika í húðinni. UNA kremið er auðvelt að bera á  og smýgur það vel inní húðina, kremið hefur einnig róandi áhrif á húðina og veitir vellíðan í húðinni að morgni!

Auður Gunnarsdóttir (52 ára) Dagkrem Næturkrem

Ég er mjög áægð með UNA kremin og mér finnast hrukkurnar hafa minkað í kringum augun. Ég er með frekar þurra húð og kremið gefur mér góðan raka og húðin verður heilbrigð og fersk.

Margrét G. (41 ára) Dagkrem Næturkrem

Þetta krem er algjört kraftaverkakrem! Fyrir utan hvað kremið gerir húðina mína fallega og unglega þá er einhver undraverð virkni í því sem vinnur á frunsum. Ég er mjög gjörn á að fá frunsur. Ég hreinlega hef ekki fengið eina frunsu eftir að ég fór að nota kremið fyrr í sumar. Þetta er alveg ótrúlegt. Ég mæli hiklaust með þessum fjölvirku kremum frá UNA.

Steinar B. Aðalbjörnsson (42 ára) Dagkrem Næturkrem

Húðin mín er mýkri, ég er hættur að fá útbrot við rakstur, mér finnst ég sjá mjög mikinn mun á hrukkudýpt og gott ef broshrukkurnar eru ekki að minnka stórlega! UNU kremin eru með einhverjum töfrum. Þvílík breyting á húðinni frá því að ég byrjaði að nota þetta. Ég átti von á jákvæðum breytingum vegna þess að ég þekki til áhrifamáttar lífvirkra efna úr hafinu en UNU kremin fóru algerlega fram úr væntingum. Snilldar vara; lífvirknin í allri sinni dýrð!

Rut Garðarsdóttir (40 ára) Dagkrem Næturkrem

UNA kremin eru létt og ljúf krem sem þægilegt er að nota, fínum línum hefur fækkað, húðin er mjúk og heilbrigð á að líta og geislar smá.

Soffía S. Gunnlaugsdóttir (38 ára) Dagkrem Næturkrem

Ég er mjög ánægð með UNA kremið það uppfyllir rakaþörf húðarinnar og áferð húðarinnar er mýkri.

Anna Björg Haukdal (53 ára) Dagkrem Næturkrem

Una kremin henta minni húð mjög vel og uppfylla rakaþörf húðarinnar mjög vel. Mér finnst aðeins hafa dregið úr hrukkum/línum og skammtarinn finnst mér alveg meiriháttar.

Guðrún Þorvarðardóttir (65 ára) Dagkrem Næturkrem

UNA kremið mýkir húðina og jafnar lit og áferð, húðin „ljómar“ í stað þess að vera mött og þurr. UNA kremið jafnar út misfellur og læknar frunsur. Ég hef orðið vör við minnkun á hrukkum/línum og fleiri nefna að ég lít vel út en þeir/þær hafa gert í langan tíma. Þetta er gott krem sem er ekki feitt en gefur húðinni meiri raka og mýkt og í lengri tíma en önnur krem „án olíu“  sem ég hef prófað.

Elín Guðmundsdóttir (54 ára) Dagkrem Næturkrem

Áhrif kremsins eru mikil mýkt, þægindi og vellíðan og það uppfyllir rakaþörf húðarinnar í alla staði mjög vel. Ég er ekki frá því að hrukkur og línur hafi minnkað sérstaklega í kringum varirnar. Ég er mjög ánægð með þessi krem, þau eru frábær í alla staði.

Þóra Jörundsdóttir (41 ára) Dagkrem Næturkrem

UNA kremin eru góð krem sem hafa algjörlega uppfyllt rakaþörf húðarinnar. Þau gefa eðlilegan gljáa, sem er unglegur og fersklegur og mér finnst eins og húðlitur sé  jafnari og roði hafi minnkað.

Monica (40 ára) Dagkrem Næturkrem
„I have a mild version of Perioral dermatitis and I have tried many creams and medicine. Nothing really helps. A few weeks after I started using the UNA creams my skin was much better, the redness almost disappeared. I even stoped using it for few days to see if the cream was what was helping me, and it was. The redness came back and after using the cream again, the skin got better again. My skin now feels so much better, moisturized and natural. I don’t want to stop using it now that my face is not all red anymore :)“