Spurt og svarað

Hvaða innihaldsefni eru notuð í UNA skincare vörunum?

Upplýsingar um öll innihaldsefnin sem notuð eru í UNA skincare vörunum má finna á heimasíðu fyrirtækisins og utan á pakkningunum. Ef þig vantar upplýsingar um eitthvað sérstakt innihaldsefni, þá vinsamlegast hafðu samband við okkur.

Innihalda UNA skincare vörurnar einhver ilmefni?

UNA skincare er án ilmefna. Vörurnar innihalda náttúruleg sjávar og plöntu extrökt og olíur sem gefa UNA skincare vörunum náttúrulega lykt.

Innihalda UNA skincare vörurnar litarefni?

UNA skincare vörurnar eru án litarefna. Náttúrulegi extraktinn getur gefið frá sér lítilsháttar lit. Ekki þarf að hafa áhyggjur þótt að litabreyting verði á vörunum, það er fullkomlega eðlilegt og hefur engin áhrif á gæði eða virkni vörunnar.

Eru notuð náttúruleg innihaldsefni í UNA skincare vörunum?

UNA skincare vörurnar eru með mjög hátt hlutfall af náttúrulegum innihaldsefnum. Markmið fyrirtækisins er að nota innihaldsefni í hágæða flokki sem eru með mikla virkni, sem staðfest hefur verið vísindalega. Innihaldsefnin koma mörg hver úr plöntu og sjávarríkinu og eru af hæstu gæðum. Öll innihaldsefnin sem notuð eru í UNA vörurnar eru örugg fyrir daglega notkun.

Eru UNA skincare vörurnar prófaðar á dýrum?

Alls ekki. UNA skincare hefur einsett sér að prófa ekki vörurnar sínar á dýrum og styður við þá þróun að valdar séu aðrar aðferðir til prófana á snyrtivörum. Eitt af aðalmarkmiðum UNA skincare er huga að heilsu og öryggi neytandans. Í framleiðslu á vörunum er fylgt eftir gildandi alþjóðlegum heilsu- og öryggisreglugerðum.

Hvernig eru UNA skincare vörurnar ólíkar öðrum vörum á markaði sem innihalda þörunga eða efni úr þörungum?

UNA skincare vörurnar innihalda einstakt þörungaextrakt sem er þróað og framleitt á Íslandi af Marinox. Extraktið er unnið úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) með háþróuðum aðferðum sem tók yfir fimm ár að þróa. Kremin innihalda hátt magn af þessum lífvirku extröktum sem hafa mikla virkni sem hefur verið vísindalega staðfest með umfangsmiklum rannsóknum.

Hvenær á að nota UNA skincare vörurnar?

UNA kremin á að nota a.m.k. tvisvar á dag, fyrst á morgnana og svo á kvöldin. Dagkremið er venjulega notað á morgnana og næturkremið á kvöldin. Hinsvegar er í góðu lagi að nota kremin bæði hvenær sem er dagsins, eins og þér hentar.

Innihalda UNA skincare vörurnar alcohol?

Kremin innihalda ekki alkóhol (örðu nafni etanól). Þó alcohol er í góðu lagi í hreinsivörur þá mælum við ekki með þvi í kremum þar sem það getur þurrkað húðina og valdið ertingu á augum og húð. Cetearyl alcohol í kreminu (sem er fituefni) er á engan hátt eins og alkóhol (sem er vökvi) og er unnið úr jurtaolíum.

Eru paraben efni notuð í UNA skincare vörurnar?

Engin paraben efni eru notuð í okkar vörur. Rannsóknir benda til þess að paraben efni líkja eftir virkni hormónsins estrógen og geti haft skaðleg áhrif við útvortis notkun.

Er í lagi að nota UNA skincare vörur á meðan meðgöngu stendur?

Engin innihaldsefni UNA skincare eru skaðleg við meðgöngu svo vitað sé. Öll innihaldsefni sem við notum eru viðurkennd og örugg til útvortis notkunar. Best er að ráðfæra sig við lækni ef einhverjar spurningar vakna um innihaldsefni í snyrtivörum sem þú notar á meðan meðgöngu stendur.

Er hægt að fá prufur af vörunum?

Já það er hægt að fá prufur af vörunum okkar. Ef þú vilt fá prufur vinsamlega sendu tölvupóst á una@www.unaskincare.com og taktu fram hvaða vöru(r) þú viljir prufur af. Vinsamlega athugið að UNA skincare getur ekki greitt sendingarkostnað fyrir prufurnar.

Hvað ef ég er með fleiri spurningar sem koma ekki fram hér að ofan?

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með fleiri spurningar.