Vísindi

UNA vörurnar hafa verið sérstaklega þróaðar með sérvöldum innihaldsefnum til að vernda, endurnæra og yngja húðina. Lífvirku innihaldsefnin eru unnin úr sjávarþörungum með háþróaðri náttúrulegri aðferð sem tryggir hámarks virkni.

Öflug andoxunarvirkni úr hafinu leyst úr læðingi.

Húðfrumur okkar verða fyrir stöðugri árás frá frjálsum hvarfeindum sem geta haft mjög neikvæð áhrif á húðfrumur og stuðlað að öldrun húðarinnar. Með því að draga úr eða eyða þessum hvarfeindum er hægt að hafa jákvæð og verndandi áhrif á húðina og jafnvel yngja hana. Með aldrinum dregur úr hæfni húðarinnar til að halda frá sér þessum hvarfeindum og þarfnast hún aðstoðar til að viðhalda æskuljómanum. Umfangsmiklar rannsóknir á öflugum andoxunarefnum í Fucus vesiculosus sýna fram á yfirburðarvirkni þeirra gegn þessum hvarfeindum miðað við virkni í öðrum sjávarþörungum sem voru rannsakaðir auk þess sem andoxunarefni úr þessum þörungi ber af öðrum öflugum náttúrulegum efnum eins og C og E vítamínum og grænu tei. UNA kremin innihalda mikið magn af öflugum andoxunarefnum sem í samvinnu við önnur efni veita húð þinni fallegan og heilbrigðan ljóma.

Margföld aukning á kollagen framleiðslu í húðfrumum

Fucus vesiculosus extraktið hvetur húðfrumur til að framleiða margfalt meira kollagen en þegar extraktið er ekki til staðar. Kollagen er eitt af mikilvægustu byggingarefnum húðarinnar og veitir henni teygjanleika og styrk. Kollagen er því lykilatriði þegar að því kemur að viðhalda unglegu útliti og eiginleikum húðarinnar.