Fyrirtækið

UNA skincare ehf. er nýtt fyrirtæki sem stofnað er út úr Marinox ehf. 

Marinox er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni. Fyrsta vörulína fyrirtækisins, UNA skincare™ húðvörurnar, kom á markað árið 2012. Rannsóknar- og þróunarvinna vörulínunnar fór fram í náinni samvinnu við Matís.

UNA skincare húðvörurnar innihalda einstök lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum en vísindamenn Marinox hafa þróað einstæða aðferð til að einangra og framleiða virku efnin úr þessari vannýttu íslensku auðlind – aðferð sem tryggir hámarksvirkni og hreinleika efnanna.

 

Stjórn:

Oddur Már Gunnarsson, formaður
dr. Hörður G. Kristinsson
Jón Haukur Arnarson

 

UNA skincare ehf.

Vínlandsleið 14
113 Reykjavík
Sími: 4 500 100

Kennitala: 500315-0830