Dr. Hörður og Rósa

Húðvörurnar byggja á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna á efnum í þörungum undir stjórn Dr. Harðar G. Kristinssonar, rannsóknarstjóra hjá Matís, og Rósu Jónsdóttur, fagstjóra í lífefnum og líftækni. Þau hafa áratuga reynslu á rannsóknum og þróun virkra efna í sjávarfangi.

Grunnurinn að snyrtivörunum liggur í þrotlausri vinnu þeirra í gegnum árin við skimun fyrir náttúrulegum efnum með mikla lífvirkni. Sjávarþörungurinn Fucus vesiculosus sem þrífst við strendur Íslands inniheldur einstök efni með einstaka virkni. Efnin sem hafa fundist búa yfir afburða lífvirkni, að hluta til vegna mikillar andoxunarvirkni sem veitir mikla vörn gegn frjálsum hvarfeindum.