Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Tilefnið er 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.
Dagskrá er margvísleg s.s. fagráðstefna, málstofur og spennandi Nýsköpunartorg fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 24. maí kl. 11-17. Öllum þeim sem áhuga hafa á nýsköpun og tækni er boðið á Nýsköpunartorgið. Um 70 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynna vöru og þjónustu en að auki verða margvíslegar uppákomur fyrir fjölskylduna.
Markmið Nýsköpunartorgsins er að skapa skýra mynd af árangri og uppbyggingu tækni-og hugverkaiðnarins. Aðkomu stoðkerfisins og Tækniþróunarsjóðs að þessari uppbyggingu auk þess að byggja upp sterka og jákvæða ímynd fyrirtækja með því að sýna og segja frá nýsköpun í ólíkum fyrirtækjum.
Samtök iðnaðarins, Tækniþróunarsjóður, HR, Einkaleyfastofa og Ský og fleiri aðilar sem tengjast nýsköpunarumhverfinu á Íslandi standa fyrir Nýsköpunartorginu.
Frekari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.