Marinox á Seed Forum á Íslandi

Marinox fékk nýverið tækifæri til þess að kynna UNA skincare á Seed Forum sem haldið var í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19 þann 24. október. Önnur fyrirtæki sem fengu tækifæri til þess að kynna sig fyrir fjárfestum voru  Eagles ehf., Ísar, Brum funding, Sway, Kine og MURE VR. Kynningarnar fóru mjög vel fram, og mikill heiður að fá að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Hægt er að kynna sér Seed Forum frekar á vefsíðunni þeirra og skoða myndir frá deginum á Facebook síðu Innovit.