Fucus vesiculosus extrakt

Þörungar eru þekktir fyrir yfirburðar lífvirkni og hafa verið notað um aldir vegna heilsubætandi eiginleika. Lífvirku efnin í UNA vörunum búa yfir mikilli andoxunarvirkni en þau eru unnin úr íslenskum brúnþörungum, Fucus vesiculosus. Þörungarnir vaxa við óspilltar strendur Íslands og hafa þróast í árþúsundir í hrjúfri náttúru landsins. Þörungarnir hafa aðlagast umhverfinu með því að byggja upp fjölda verndandi efnasambanda. Rannsóknir hafa sýnt að virku efnin í Fucus vesiculosus hafa öflugri andoxunarvirkni en allir aðrir íslenskir sjávarþörungar sem hafa verið rannsakaðir.

Fucus vesiculosus inniheldur mikið af lífvirkum innihaldsefnum eins og florótannín andoxunarefnum sem vinna gegn frjálsum hvarfeindum. Einnig innheldur þörungurinn mikið af lífvirkum fjölsykrum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Þessi efni berjast gegn hvarfeindum og húðöldrun, draga úr bólgum og roða, auk þess að bæta teygjanleika húðarinnar og veita henni raka.

Rannsóknir á extraktinu sem notað er í UNA skincare hafa sýnt framúrskarandi andoxunarvirkni í frumum ásamt því að virku innihaldsefnin hindra ensím (metallopróteasa) sem finnast í húðinni sem valda niðurbroti á kollageni og elastíni í húðinni sem veldur hrukkumyndun og húðsigi. Rannsóknir á frumum hafa einnig sýnt fram á að virku efnin draga verulega úr bólgumyndun með því að hindra framleiðslu ákveðinna bólguhvata í frumum og auka framleiðslu á bólguhemjandi efnum.

Þörungarnir eru handtíndir á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.

Við handtínum þörungana á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt og aðeins þegar styrkur lífvirku efnanna sem við sækjumst eftir er mestur. Vandað er til tínslu til að tryggja hámarksvirkni efnanna sem notuð eru í UNA húðvörurnar. Sérhver uppskera er rannsökuð og lífvirknin mæld á rannsóknarstofu okkar til að tryggja að allar UNA húðvörurnar skili hámarksárangri fyrir húðina þína.