Squalane

Fituefni sem er unnið úr ólífum og er náttúrulega til staðar í húð okkar. Mest er af squalane í húð okkar frá 20-30 ára aldri, en fer síðan ört lækkandi með aldrinum. Dagleg notkun á squalane í kremum getur hjálpað við að viðhalda ungri húð. Að auki er efnið þekkt fyrir að vinna gegn neikvæðum áhrifum útfjólublárra sólargeisla, það dregur úr „age spots“ eða svo kölluðum öldrunarblettum og er örveruhemjandi.