Olea europaea Fruit Oil (Ólífuolía)

Olían er unnin úr ólífum af hæstu mögulegu gæðum. Olían er náttúrulega rík af A og E vítamínum ásamt hinu öfluga efni hydroxytyrosol, sem hefur mikla virkni gegn frjálsum hvarfeindum (free radicals) og hefur einnig bólguhemjandi virkni. Ólífuolían vinnur sig djúpt inn í húðina og veitir henni silkimjúka áferð og varnar því að húðin tapi raka. Olían er lífrænt vottuð.