Natrium Hýalúrónate

Einnig þekkt sem hýalúrónsýra, er náttúrulegt efni í húðinni sem minnkar með aldri. Hýalúrónsýra er afburða rakagjafi sem getur bundist þúsund sinnum eigin þyngd í vatni og það gerir hana að einum besta rakagjafa sem völ er á. Hýalúrónsýra getur líka stuðlað að myndun og viðhaldi kollagens sem er eitt mikilvægasta efni húðarinnar.